Netvísir býður skjákerfi fyrir fyrirtæki

Hvort sem það er í ferðaþjónustu, á veitingastað, í biðstofu eða annars staðar, þá kemur upplýsingaskjár með fjölbreyttum upplýsingum að góðum notum. Upplýsingar sem rúlla yfir skjáinn geta svarað helstu spurningum viðskiptavina og létt þannig álag af starfsfólki.  Hvort sem það er matseðill veitingastaðar, veðurspá vikunnar eða spakmæli Salómons, þá veitir slíkur skjár mikilvæga viðbótarþjónustu sem leitt getur til viðbótarsölu.

SCALA hugbúnaður

Birtingarkerfin okkar byggja á hugbúnaði frá SCALA.com, sem er leiðandi framleiðandi í stafrænni miðlun (digital signage) í heiminum.  Frekari upplýsingar um möguleika þessa hugbúnaðar má lesa á SCALA.com.

Samkeppnishæf verð

Miðað við að auglýsingin þín birtist 60 sinnum á dag á 8 skjám, þ.e. samtals 480 sinnum á dag (14.400 sinnum á mánuði), þá bjóðum við ótrúlega lág verð á þessum auglýsingamiðli. Hafðu samband við okkur í 581-1919 eða hafsteinn@netvisir.is og kannaðu málið.

Les meira hér...

Breiður markhópur

Um þessa þrjá flugvelli fara um 55 þús. farþegar á mánuði.  Auk þess fylgja þeim fjölmargir gestir. Frá Reykjavíkurflugvelli er flogið til 15 áfangastaða á landsbyggðinni og að auki til Færeyja og Grænlands.

Nýleg verkefni

Úr dimmu í dagsljós

Biðstofan í Röntgendeild Orkuhússins við Suðurlandsbraut var frekar hefðbundin þar til fyrir stuttu. Fólk beið með kaffibolla og tímarit í hönd þar til komið var að þeim. Netvísir setti grín-myndbönd á flatskjáinn í biðstofunni og nú finnst fóki biðin taka mun styttri tíma. Bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Meira

VR í fortíð og nútíð

Í mótttöku VR í Húsi Verslunarinnar er stór og þægileg biðstofa. VR hefur í gegnum árin gert margar sjónvarpsauglýsingar og því þótti ráðamönnum þar á bæ tilvalið að leyfa þessum auglýsingum að rúlla á stórum 50 tommu flatskjá í biðstofunni. Og þannig er það einmitt í dag.

Meira

NAVORI hugbúnaður

Við notum hugbúnað frá NAVORI í Sviss. Leiðandi í heiminum í skjálausnum.

Meira

Meðmæli

 Flugfélag Íslands gaf okkur eftirfarandi meðmæli:

"Netvísir ehf. er eigandi og rekstraraðili skjákerfisins sem sett var upp á Reykjavíkurflugvelli í apríl 2004.  Kerfið samanstendur af stórum flatskjám í innritunar- og biðsal flugstöðvarinnar. Þeir eru tengdir RM-kerfi flugfélagsins og birta upplýsingar um komur og brottfarir flugvéla auk þess að birta aðarar hagnýtar upplýsingar fyrir farþega og gesti. Netvísir sér alfarið um rekstur skjákerfisins og viðhald þess.

Skjákerfið hefur reynst mjög vel og er flugfélagið ánægt með samstarfið við Netvísi. Skjákerfið hefur leitt til aukinnar þjónustu við farþega vegna þeirra hagnýtu upplýsinga sem á skjánum birtast. Skjáirnir hafa góða skerpu og upplýsingar á þeim eru auðlæsilegar og skýrar.  Tæknilegur rekstur skjánna hefur gengið áfallalaust og hugbúnaðurinn virkar eins og til er ætlast.

Virðingarfyllst,

Flugfélags Íslands hf."

Skjárinn á Reykjavikurflugvelli

Viðskiptavinir