Við sérhæfum okkur í kynningarskjám fyrir biðstofur, ferðaþjónustuaðila, opinberar stofnanir og aðra staði þar sem tekið er á móti viðskiptavinum. Kynningarskjár frá okkur sparar starfsfólki tíma og fyrirhöfn við að svara algengum spurningum viðskiptavina. Skjáirnir geta auglýst vörur og þjónustu (add-on sale) sem viðskiptavinurinn hefði kannski aldrei spurt um eða frétt af.

Netvísir sér um upplýsingaskjáina á flugvöllunum í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Þeir birta komur og brottfarir flugvéla en einnig rúlla á þeim auglýsingar og nýjustu fréttir af mbl.is

Einnig sjáum við um þessa upplýsingaskjái:

  • kynningarskjár í mótttöku VR í Húsi verslunarinnar.
  • skjár sem birtir afþreyingarefni á biðstofu Röntgendeildar Orkuhússins við Suðurlandsbraut
  • upplýsingaskjár í andyri PWC í Skógarhlíð.

 

Netvísir ehf., var stofnað árið 2006.  Eigandi fyrirtækisins er Hafsteinn G. Einarsson, hafsteinn@netvisir.is, 893-9702

kt. 450106-2160, vsk-númer er 91240.