Dæmi um útlit skjás hjá ferðaþjónustufyrirtækiUpplýsingaskjáir koma mikilvægum skilaboðum á framfæri til ferðamanna og auðvelda sölu á vörum og þjónustu.  Slíkir skjáir henta þar sem tekið er á móti viðskiptavinum, til að upplýsa þá um vörur og þjónustu sem í boði er.

Hugbúnaðurinn sem við notum til að stýra skjánum er einn öflugasti margmiðlunarhugbúnaðurinn á markaðinum.  Hann gerir kleift að skipta skjáfletinum upp í nokkra sjálfstæða fleti eða ramma sem birta upplýsingar óháð hver öðrum, eins og skjámyndin að ofan sýnir. Búnaðurinn birtir allar helstu tegundir mynd- og sjónvarpsefnis, með eða án hljóðs. 
 
Þú getur auglýst þjónustu þíns fyrirtækis sem og þjónustu samstarfsaðila (birgja).  Skjárinn er eins og sölumaður sem bendir á viðbótarþjónustu sem ferðamaðurinn getur keypt (“add-on sale”).  Neðst er hægt að vera með fréttaborða frá t.d. BBC eða CNN.  Möguleikarnir eru fjölmargir. 
 
  • Verslanir geta birt tilboð, opnunartíma og myndir af nýjum og væntanlegum vörum.  Skjárinn örvar sölu og miðlar upplýsingum. 
  • Biðstofur geta birt afþreyingarefni og upplýsingar um viðbótarþjónustu sem í boði er.  Einfaldur texti getur svarað algengum spurningum og létt álagi af starfsfólki. 
  • Veitingastaðir geta birt myndir af eftirréttum í boði (sem hvetur til aukinna viðskipta), auglýst opnunartíma staðarins og/eða sýnt dagskrá sjónvarpsstöðva.

 

Hvað þarf til?

Flatskjá og PC-tölvu (Styx). Við leigjum síðan afnot af hugbúnaðinum okkar á  9.000 kr./mán m/vsk.  Þú þarft eingöngu að fjárfesta í flatskjá (um 60-120 þkr eftir stærð) og nettri PC-tölvu (90 þkr).  Nettenging þarf að vera til staðar. Ein uppsett tölva getur þjónað mörgum skjám.
 
 
Nokkur dæmi:
 

          Afgreiðsla bílaleigu auglýsir nýjustu rafbílana í flotanum og viðbótartryggingar í boði.

          Læknabiðstofa birtir afþreyingarvideó og nýjust fréttir af mbl.is til að stytta gestum biðina.

          Lögfræðistofa kynnir lögmennina sem þar starfa, birtir myndir af þeim og þeirra menntun og sérsvið.

          Fasteignasala birtir myndir af nýjum eignum sem eru í sölu.

          Hótel sýnir þjónustu sem veitt er; "happy hour"; opnunartíma veitingastaðarins og vinsæla dagstúra í boði.

 

Meðal viðskiptavina okkar á skjálausnum er Flugfélag Íslands, Isavia (flugsvöðvarnar), PWC, VR og Orkuhúsið. 

Möguleikarnir eru margir.  Hafðu samband við okkur í síma 893-9702 eða á hafsteinn@netvisir.is og fáðu nánari upplýsingar.