Netvísir býður auglýsingar á 42, 50 og 65 tommu kynningarskjám sem staðsettir eru á innanlandsflugvöllunum á Íslandi.  Á Reykjavíkurflugvelli eru 3 skjáir í innritunar- og brottfararsal, á Akureyrarflugvelli 3 skjáir og á Egilsstaðaflugvelli 2 skjáir.

Skjáirnir birta gagnlegar upplýsingar fyrir farþega og gesti eins og myndin sýnir hér til hægri.  Á skjánum birtast komur og brottfarir flugvéla, fréttir af mbl.is, veðurupplýsingar auk auglýsinga frá fyrirtækjum.  Skjáirnir bjóða upp á allt það nýjasta og tæknilegasta í nýmiðlun í dag.  Tímastýrður hugbúnaður skiptir heildarfletinum upp í 4 sjálfstæða ramma sem gerir mögulegt að bjóða fjölþættar upplýsingar.
 

Breiður hópur neytenda

Um þessa þrjá flugvelli fara um 55.000 farþegar og gestir í hverjum mánuði.  Frá Reykjavíkurflugvelli er flogið til 15 áfangastaða á landsbyggðinni og að auki til Færeyja og Grænlands.  Hver gestur dvelur í flugstöð í 20-40 mínútur að jafnaði og eru flugstöðvar því hentugir staðir til að ná til breiðs hóps neytenda.  Um 80% þeirra sem fara í gegnum flugvellina eru Íslendingar og um 20% erlendir ferðamenn, samkvæmt tölfræði frá Isavia.
 

    Fjöldi birtinga hverrar auglýsingar:

  • daglega           um það bil       60 sinnum
  • vikulega           u.þ.b.            420 sinnum
  • mánaðarlega   u.þ.b.          1.800 sinnum
  • árlega              u.þ.b.        22.000 sinnum
            ... þessar birtingar sinnum 8 skjáir!
     Auglýsendur geta komið sér á framfæri með textaskiltum, skjáauglýsingum og myndskeiðum. 
     Auglýsingarnar birtast með reglulegu millibili á opnunartíma flugstöðvanna sem er frá 07:00 til 23:00, alla daga vikunnar.
     Hver auglýsing birtist á 15 mínútna fresti sem gerir 60 sinnum á dag. Lengd auglýsingar getur verið frá 10 sek. til 4 mínútna.
 

     Skil á auglýsingaefni:
     Skjámyndum ber að skila á .jpg-formi. Hlutföll: Breidd 800 x Hæð 600 pixlar, 72 punktar.
     Myndskeiðum (videóum) ber að skila á mp4 eða wmv-formati.